Skip to main content
 1. Course Number

  SH101
 2. Classes Start

  01-08-2017
 3. Estimated Effort

  2:00

Um námskeiðið


Flesta langar til að læra skyndihjálp, en oft situr það á hakanum af ýmsum ástæðum. Rauði krossinn býður nú upp á stutt og hagnýtt vefnámskeið án endurgjalds.

Stutt og hagnýtt námskeið fyrir upptekið fólk

Námskeiðið er bæði fyrir fólk sem hefur aldrei lært skyndihjálp og þá sem þurfa á upprifjun að halda. Hægt er að taka það hvar og hvenær sem er og það þarf ekki að klára í einum rykk. Vefumhverfið er einstaklega aðgengilegt og þægilegt í notkun og námskeiðið stendur öllum til boða án endurgjalds.

Námskeiðið tekur um 2-3 klst. í heildina og nauðsynlegt er að ljúka námskeiðinu innan tveggja vikna frá skráningu.


Markmið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á því að greina lífshættulega áverka og veikindi og viti hvernig á að veita fyrstu aðstoð.

13 ólík viðfangsefni

Á námskeiðinu er fjallað um 13 ólík viðfangsefni skyndihjálpar og mikilvægi þess að hjálpa fólki í neyð.
Farið er í helstu atriðum yfir:
 • Grundvallaratriði skyndihjálpar og hegðun á vettvangi.
 • Losun aðskotahlutar úr hálsi
 • Hvernig á að bregðast við hjartastoppi með endurlífgun og notkun á hjartastuðtæki.
 • Einkenni og helstu viðbrögð við alvarlegum bráðum veikindum eins og ofnæmi, öndunarerfiðleikum, brjóstverk/hjartaáfalli, slagi, sykurfalli og flogi.
 • Hvernig veita skal skyndihjálp vegna áverka eins og blæðinga, bruna, beinbrota og áverka á höfði.

Verkleg þjálfun

Verkleg þjálfun er nauðsynlegur hluti af námi í skyndihjálp, til þess að ná góðum tökum á henni og öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð. Því mælir Rauði krossinn með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á verklegt námskeið sem fyrst, að vefnámskeiði loknu.

Frá og með haustinu 2017 verður reglulega boðið upp á verkleg námskeið víða um landið og fer skráning fram á skyndihjalp.is

Fyrirkomulag kennslu í Skyndihjálp

Enroll